Aftur til fortíðar VII

03.06.2015
 Jæja góðu vinir þá er sjöunda árgangsmóti okkar lokið og held ég að vel hafi tekist til. Undirbúningur gekk vel og margar æfingar teknar í servíettubrotum og öllu sem slíkum veisluhöldum fylgir sem slíkt tveggja daga árgangsmót er. Á fimmtudagskvöldinu var tekið til að koma Alþýðuhúsinu í veislubúning  og unglingahljómsveitin okkar var í stífu æfingarprógrami, og að loknu góðu verki var aðeins kíkt á einn af nýju veitingastöðunum sem Eyjarnar hafa uppá að bjóða og var það Tanginn sem varð fyrir valinu. Föstudagurinn rann upp og mikil stemming fyrir kvöldinu en við vorum með fínna kvöldið á föstudeginum eins og oftast áður og var húsið opnað kl 19.56 og voru teknar myndir af öllum sem mættu í hús og varð rammaþema fyrir valinu og munu þessar myndir birtast hér á síðunni innan skamms. Þegar allir voru komnir í hús var boðið upp á fordrykk og  setti Halli Steini  síðan árgangsmótið og afhenti veislustjórn til háttvirts  þingmanns okkar Sunnlendinga Ásmundar Friðrikssonar sem sagði nokkur orð í byrjun og myntist látinna félaga og síðan hófst borðhald en að þessu sinni var það veisluþjónusta Einsa Kalda sem sá um dýrindis hlaðborð fyrir okkur og síðan var boðið upp á kaffi og konfekt á eftir.

Ásmundur fór síðan á kostum í sinni veislustjórn og var með frábærar sögur til að krydda tilveruna. Hlynur Ólafsson bauð okkur upp á frábært myndband og Dolli og Doddi komu í heimsókn og léku á alls oddi og voru það tvíburasysturnar Guðfinna og Leifa sem sáu um að túlka þessa heimsfrægu skemmtikrafta af stakri snilld. Matthildur Sveinsdóttir sá um að spá fyrir Jóhönnu Magnúsdóttur og fluttar voru vísur eftir Eyjólf Gíslasson um árganginn og sá kappinn sjálfur um sönginn með dyggri aðstoð Sigga á Stapa og Sigurjóns Ingólfs , sem sáu lika um undirleik ásamt að stjórna fjöldasöng.

Það var síðan hljómsveitin Jakkalakkarnir sem sáu um dansinn fram á nótt, frábært kvöld í Alþýðuhúsinu.

 

Á laugardeginum var mæting í Eldheimum kl 16.00 og var búið að semja við safnið að þeir sem vildu skoða það gætu notað líka miðann daginn eftir ef áhugi væri fyrir hendi en aftur á móti þeir sem ekki höfðu áhuga eða voru búnir að skoða safnið þá var haldið beint upp á aðra hæð þar sem er veitingaraðstaða og þar var boðið upp á humarsúpa að hætti árgangs 56. Eftir góða dvöl í Eldheimum var haldið út í óvissuna og var Barnaskóli Vestmannaeyja næsti viðkomustaður, en félagi okkar Kristján Egilsson er orðinn húsvörður í skólanum og því hæg heimatökun að fá að skoða sig um og rifja upp gamlar minningar og fóru sumir á flug við að rifja bernskuminningarnar upp. Í sal skólanns var boðið uppá léttar veitingar sem Jón Viðar Stefánsson sonur Bjarkar og Stebba á Grund sá um að sponsera okkur um og berum við honum bestu þakkir fyrir. Að lokinni dvöl í Barnaskólanum var haldið niður á gamla slippsvæðið eða þar sem Goslokahátíðin er haldinn í dag og höfðum við tekið Sjávarbrún á leigu en það er kró sem er í eigu Suðureyjafélagsins, þar var búið að grilla læri og gera meðlæti fyrir mannskapinn sem tók vel til matar síns eftir erfiðan dag og þarna skemmtum við okkur langt fram á nótt og var mikið um að vera hjá okkur eins og venjulega, gifting var í partýinu og unglingahljómsveit Aftur til fortíðar sá um að spila og halda uppi stuðinu, og var eingin svikinn af þeirra framlagi eins og hjá öllum sem komu að þessu og ekki síður þeim sem sáu sér fært að mæta, en þáttaka var svipuð og í fyrra (2010) um 90 manns.

Þá er bara að fara að undirbúa sig fyrir næsta árgangsmót og tóku sumir svo sterkt í árina að þeir vilja hafa þennann viðburð á þriggja ára fresti, og er það hlutur sem þarf að kanna og einnig vilja með að vera að vori eða hausti.

 

Ég vil einnig minna á að heimasíðan www.56model.com  liggur aldrei niðri og væri gott ef þið liggið á einhveju efni sem erindi á  á heimasíðuna þá væri frábært að senda það á mig og eins ef þið heyrið einhverjar flottar fréttir af okkar frábæru félögum í þessum árgangi.

 

Myndir eru síðan undir myndasafni.

 

Takk fyrir öllsömul :)

 

Tommi Sveins.